Fréttaveita RSS



Prótein súkkulaðibitakökur

Innihald (um 20 stk): 130gr hafrahveiti (setjið heila hafra í matvinnsluvél eða blandara) 160gr hafrar 1 tsk matarsódi 3 skeiðar Plantforce vanilla próteinduft (60gr) 1 tsk sjávarsalt 1 dl möndlusmjör 6 döðlur 1 dl maple síróp 3 msk kókosolía 1 tsk vanilla extract 6 msk (90 ml) rísmjólk 1 plata 70% súkkulaði (skera smátt)   Aðferð: Kveikið á ofninum í 175°C, undir og yfir hita. Setjið þurrefnin í stóra skál. Blandið saman möndlusmjöri, maple sírópi, vanillu extracti, kókosolíu, döðlum og rísmjólk í blandara eða matvinnsluvél. Bætið því síðan út í stóru skálina með þurrefnunum ásamt súkkulaðibitunum og blandið saman með sleif. Mótið hringlaga kökur (sirka 20 stk.), setjið á bökunarpappír og inn í ofn í 18-22 mínútur á 175°C.​ Uppskrift frá likamiogheilsa.is 

Lesa meira



Prótínríkur jarðarberjahristingur

Uppskrift frá Grænkerar.is "Ég fæ mér þennan smoothie mjög oft eftir æfingu því hann er svo fljótlegur og næringarríkur. Bananar eru sagðir vera frábærir eftir æfingu því þeir hjálpa til við endurheimt og minnka bólgumyndun í líkamanum. Jarðarber eru stútfull af vítamínum og innihalda mikið magn andoxunarefna. Þar að auki innihalda þau lítið magn af kaloríum. Prótínið sem ég nota kemur frá Plantforce en ég smakkaði þau á kynningarfundi Veganúar og varð strax forfallinn aðdáandi. Eftir það fórum við í samstarf við Uglan Shop sem flytja prótínduftin til landsins og selja í vefverslun sinni og stærri Hagkaupsverslunum.Duftin eru vegan, glúteinlaus, laus við soja og hrá. Þau eru eingöngu með náttúrulegum bragðefnum og bragðbætt með stevíu og henta því vel þeim...

Lesa meira



Vegan prótein pönnukökur

Uppskrift frá Grænkerar.is"Ég hef lengi leitað að vegan prótíndufti sem fer vel í maga, er hollt og bragðgott. Á kynningarfundi Veganúar í byrjun árs smakkaði ég prótínduftin frá Plantforce og varð ástfangin. Duftin eru vegan, glúteinlaus, laus við soja og hrá. Þau eru eingöngu með náttúrulegum bragðefnum og bragðbætt með stevíu. Ekki nóg með það heldur bragðast þau einnig unaðslega. Vanilluduftið er í uppáhaldi hjá mér, en það er notað í þessari uppskrift." INNIHALD: 1 dl möndlumjöl (möndlur settar í blender) 2 dl hafrahveiti (haframjöl sett í blender) 1 msk chia-mjöl (chia fræ sett í blender) 3 dl vegan mjólk, t.d. sojamjólk, möndlumjólk eða haframjólk 1 skeið Plantforce vanilluprótín, 20g 1 lítill banani, eða hálfur stór 1 msk kókosolía 2...

Lesa meira