Nýjar gerðir
SKINNERS - barefoot skór
SKINNERS Barefoot skórnir styðja við rétta líkamsbeitingu!
Þeir styðja við góða virkni í fætinum og endast vel. Ásamt því að vera stílhreinir og fallegir við nánast öll tilefni.
Framleiddir úr hágæða ítölsku leðri.
Flokkast sem svokallaðir barefoot skór þar sem þeir eru með 4,5cm þunnum botn, eru sveigjanlegir og með breiðu táboxi, til þess að sjá til þess að tærnar fái það pláss sem þær þurfa. Ásamt því að vera fallegir í hönnun og stílhreinir.
Hefðbundinn skófatnaður getur valdið veikleika í vöðvum og sinum fotanna og því er gott að byggja upp styrk með SKINNERS!
SKINNERS SOKKASKÓR
Að ganga/hlaupa í Skinners er eins og að vera berfætt/ur! Við þjálfum vöðvana og sinarnar í fætinum og komum í veg fyrir að við myndum rangt hlaupa/göngulag - rangt hreyfingamynstur eða ójafnvægi í líkamanum. Þunnur 3 mm sveigjanlegur botn. Án allra eiturefna líkt og BPA og þalöt (e. phthalates).
SKINNERS sokkarnir eru handgerðir í Evrópu úr hágæða sænsku efni og bakteríudrepandi trefjum. Þeir eru án allra eiturefna líkt og BPA og þalöt (e. phthalates). Þegar Skinners óhreinkast þá er lítið mál að skella þeim í þvottavélina á lágum straum.
HÆGT AÐ NOTA HVAR SEM ER!
Ræktinni - fjallgöngum - vinnunni - ferðalaginu - náttúruhlaupi.
Skinners sokkarnir styðja við rétta þróun á vöðvum og sinum líkamans þar sem notkun þeirra er í raun eins og að ganga/hlaupa berfættur.
Hugsanlega hefur langvarandi notkun á hefðbundnum skófatnaði valdið veikleika í vöðvum og sinum fótleggjana og því þurfum við stundum að venjast Skinners sokkunum hægt og rólega og byggja upp styrk. Gott er að byrja á að hlaupa/labba styttri vegalengdir og smámsaman bæta við lengdina.
BREIÐARA TÁBOX FYRIR NÁTTÚRULEGA LÖGUN FÓTARINS
Ertu að glíma við "bunion"?
Flestir hefðbundnir skór veita tánum lítið pláss sem getur leitt til skertrar líkamsbeitingar og algengt er að einstaklingar glími við aflögun á tábergslið stórutáar og myndi auka "kúlu" (e. bunion / hallux Valgus). Sem getur leitt til mikilla verkja í fótum og baki.
Lengi var talið að aflögun á tábergslið stórutáar (e. bunion) væri erfðafræðilegt og ekkert væri hægt að gera í því. En nú er talið að "bunions" geta í raun stafað af of þröngum skóm sem styðja ekki við náttúrulega lögun fótarins, líkt og flestir nútíma skór gera ekki.
Táboxin í barefoot skóm eru líffræðilega aðlöguð að fætinum sem gerir tánum kleift að liggja beint (í stað þess að klemmast saman), sem kemur í veg fyrir frekari aflögun fótarins og gefur fætinum möguleika á endurbata.
SKINNERS - Barefoot Skór
SKINNERS SOKKASKÓR
KRISTAL SÖNGSKÁLAR
Kristal skálarnar eru gerðar úr bergkristal og eru frábært hljóðfæri.
Kristal söngskálar eru vinsælar á jóga- & heilsusetrum, viðburðum og fyrir einstaklinga til að slaka á taugakerfinu og koma huganum í djúpt hugleiðsluástand.
Söngskálar eru hljóðfæri sem hafa áhrif á tíðni líkamans og eru mikið notaðar við tónheilun.
Tónheilun er hljóðmeðferð sem byggir á hugmyndafræðinni að hver hluti líkama okkar - ásamt alheiminum - skapar ákveðna tíðni. Tíðni söngskálanna hefur áhrif á tíðni líkamans.
VINSÆLAR JÓGAVÖRUR
Skinners myndband
PLANTFORCE - heilsuvörur
Vegan Plantforce Prótein
Plantforce® Synergy próteinin eru sykurlaus og án allra aukaefna. Þau eru unni úr hampfræjum, baunum og hrísgrjónum sem leiðir til jafnvægis í amínósýrum. Þau innihalda ekki einungis allar 18 nauðsynlegu amínósýrurnar heldur einnig mjög hátt hlutfall af BCAA. Margir eiga erfitt með að melta prótein, sérstaklega prótein unnin úr mjólkurafurðum, þessi prótein eru auðveld í meltingu þar sem þau innihalda einungis prótein úr jurtaríkinu.
• Fullkomin blanda af hamppróteini, baunapróteini og hrísgrjónaprótein
• Inniheldur allar 18 nauðsynlegustu amínósýrurnar
• Mjög ríkt af BCAA
• Auðvelt fyrir meltinguna
• Laust við ofnæmisvaldandi efni líkt og mjólkurvörur, soja og glútein
• Bæði raw og vegan
Plantforce Magnesíum
Plantforce Magnesíum sítrat er auðnýtanlegt fyrir líkamann og er lífsnauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Það dregur úr þreytu, kvíða og streitu og hjálpar að tryggja beinþéttni, einnig nauðsynlegt fyrir vöðva- og taugaslökun. Plantforce Magnesíum er gott við sinadrætti, fótapirring, harðsperrum, hægðatregðu, höfuðverk og stuðlar að jafnvægi steinefna og taugakerfis. Spilar stórt hlutverk í stjórnun blóðþrýsings og stuðlar að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi.
• Bætir svefninn
• Stuðlar að heilbrigðu taugakerfi og heilbrigðri vöðvastarfsemi
• Hjálpar til að draga úr bólgum og þreytu
• Viðheldur styrk beina og tanna
• Stuðlar að jafnri orku út daginn og gott gegn hægðatregðu
• Sítrónubragð inniheldur viðbætt vítamín
Afhending
Hægt er að fá sent um allt land með Dropp eða Íslandspósti. Einnig er hægt að sækja í Akralind 3 (bakhús), Kópavogi.
OPNUNARTÍMAR:
Mánudaga 13-17
Þriðjudaga, miðvikudaga & fimmtudaga 10-16
Föstudaga 10-13
Á opnunartíma er hægt að koma og versla á staðnum.