Um okkur


Uglan heilsuvörur leggur áherslu á að selja góðar og heilsusamlegar vörur. Við bjóðum uppá góða og persónulega þjónustu fyrir þig og þína.

Anna Lind Fells hefur djúpan áhuga og þekkingu á heilsu. Hún er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er hún heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, nuddari og aðstoðar fólk við að ná góðri heilsu. Ásamt því hefur hún lokið námi í einkaþjálfun, hreyfivísindum og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi. Hún er einnig eigandi heilsufyrirtækisins Holistic ehf.
Sjá heimasíðu - www.holistic.is 
Anna Lind hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár og leggur mikið upp úr því að selja heilsusamlegar vörur sem fólk getur treyst.

Ingibjörg Fells stofnaði Ugluna 2011 og rak bókhaldsstofu til fjölda ára. Undanfarin ár hefur hún fært hug sinn meira að heilsunni því hún trúir á mikilvægi næringar- og heilsuræktar. 


Sjá skilmála og opnunartíma hér.

Akralind 3, 2. hæð (bakhús - 3. hurð), 201 Kópavogi.
Sími: 779 8200
annafells@uglan.is og inga@uglan.is

Kt. 541111-0420
Vsk nr: 109480