Uppskrift frá Grænkerar.is
"Ég fæ mér þennan smoothie mjög oft eftir æfingu því hann er svo fljótlegur og næringarríkur. Bananar eru sagðir vera frábærir eftir æfingu því þeir hjálpa til við endurheimt og minnka bólgumyndun í líkamanum. Jarðarber eru stútfull af vítamínum og innihalda mikið magn andoxunarefna. Þar að auki innihalda þau lítið magn af kaloríum. Prótínið sem ég nota kemur frá Plantforce en ég smakkaði þau á kynningarfundi Veganúar og varð strax forfallinn aðdáandi. Eftir það fórum við í samstarf við Uglan Shop sem flytja prótínduftin til landsins og selja í vefverslun sinni og stærri Hagkaupsverslunum.
Duftin eru vegan, glúteinlaus, laus við soja og hrá. Þau eru eingöngu með náttúrulegum bragðefnum og bragðbætt með stevíu og henta því vel þeim sem eru að sleppa sykri. Þar fyrir utan þá bragðast þau dásamlega. Í þessari uppskrift nota ég vanilluprótínið, en það er í uppáhaldi hjá mér. Einnig má fá prótínið með berjabragði, súkkulaði bragði og hreint (bragðlaust). Ég mun svo koma til með að gera fleiri prótínbombur á næstunni, en mér finnst prótínduft frábær leið til að auka næringarinntöku."
Innihald:
- 2 lúkur frosin jarðarber
- 1/2 banani
- 1 skeið Plantforce vanilluprótín, 20g
- 3 dl vegan mjólk, t.d. sykurlaus kókosmjólk
- 1 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
Aðferð:
Hráefnin eru sett í blender og blandað þar til silkimjúkt. Einnig getur verið gott að bæta nokkrum klökum út í og blanda þá með.
Uppskrift frá Grænkerar.is