Kakó 100% hreint - frá Guatemala


ÞETTA HREINA SÚKKULAÐI ER HÆGT AÐ NOTA Í HVAÐ SEM ER! DÁSAMLEGT Í JÓLAKAKÓBOLLANN, BAKSTURINN OG FYRIR SEREMÓNÍAL KAKÓ.
454g


Í stuttu máli er kakó algjör ofurfæða. Það eykur orku og úthald, ýtir undir framleiðslu á okkar eigin taugaboðefnum og gleðihormónum, eykur framleiðslu á endorfíni og minnkar kortisól sem er streituhormónið í líkama okkar. Kakó er ótrúlega gott fyrir hjarta- og æðakerfið. Það er aðal uppspretta magnesíums sem fyrirfinnst í náttúrunni og samkvæmt vísindum er kakó einnig andoxunarríkasta planta heims. Það er þrisvar sinnum ríkara af andoxunarefnum sem nefnast flavoníð heldur en grænt te.

Gæðin skipta máli!

Cacao er ekki sama og cocoa. Cacao er hrátt, óunnið, náttúrulega gerjað og upprunalegt form af súkkulaði. Á meðan cocoa er algengasta form súkkulaðis sem við þekkjum í dag og er að finna víða. Það er unnið, hitað mikið, oft erfðabreytt og bætt með alls kyns aukaefnum sem koma í veg fyrir hollustu þess.

GOTT FYRIR HJARTA OG ÆÐAKERFIÐ
Rannsóknir sýna fram á að kakó eða dökkt súkkulaði geti dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og valdið lækkun á blóðþrýstingi. Ástæða þess má rekja til andoxunarefnisins fenóls sem margir kannast við í rauðvíni og hjartabætandi áhrif þess þar. Hins vegar er að finna mun meira magn af þessu andoxunarefni í kakó heldur en í rauðvíni.

Hreint kakó hefur nánast töfrandi áhrif á taugaboðefni eins og áður hefur komið fram. Það virkjar þau taugaboðefni sem ýta undir blóðflæði um taugar, heila, hjarta og húð.  Því er mjög gott að drekka kakóbolla og hugleiða á eftir. Þar sem kakó gefur okkur djúpa upplifun út frá okkar eigin boðefnum.