Vegan prótein pönnukökur


Uppskrift frá Grænkerar.is
"Ég hef lengi leitað að vegan prótíndufti sem fer vel í maga, er hollt og bragðgott. Á kynningarfundi Veganúar í byrjun árs smakkaði ég prótínduftin frá Plantforce og varð ástfangin. Duftin eru vegan, glúteinlaus, laus við soja og hrá. Þau eru eingöngu með náttúrulegum bragðefnum og bragðbætt með stevíu. Ekki nóg með það heldur bragðast þau einnig unaðslega. Vanilluduftið er í uppáhaldi hjá mér, en það er notað í þessari uppskrift."

INNIHALD:

  • 1 dl möndlumjöl (möndlur settar í blender)
  • 2 dl hafrahveiti (haframjöl sett í blender)
  • 1 msk chia-mjöl (chia fræ sett í blender)
  • 3 dl vegan mjólk, t.d. sojamjólk, möndlumjólk eða haframjólk
  • 1 skeið Plantforce vanilluprótín, 20g
  • 1 lítill banani, eða hálfur stór
  • 1 msk kókosolía
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • salt, eftir smekk

AÐFERÐ:

  • Ef þið eigið ekki hafrahveiti er það fljótgert með því að setja haframjöl (glútenlaust ef vill) í matvinnsluvél og blanda þar til það verður að fíngerðu mjöli. Í uppskriftinni eru notaðir 2 dl af hafrahveiti en það jafngildir 2 dl af haframjöli.

  • Chiamjöl er gert með sama hætti. Chia fræ eru sett í blandara og blandað þar til þau verða að dufti.

  • Sömuleiðis mætti gera möndlumjöl í góðum blandara en möndlumjöl fæst einnig í matvöruverslunum.

  • Þegar haframjöl, chiamjöl og möndlumjöl er tilbúið eru öll hráefnin sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt.

  • Hitið góða olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar. Þegar loftbólur eru byrjaðar að myndast og pönnukökurnar lyfta sér er þeim snúið við.

  • Pönnukökurnar eru æðislegar með ferskum berjum eða banana, sýrópi og hnetum.