SKINNERS Moonwalker - Barefoot skór - Dökkbrúnir
SKINNERS Moonwalker - Barefoot skór - Dökkbrúnir
SKINNERS Moonwalker - Barefoot skór - Dökkbrúnir
SKINNERS Moonwalker - Barefoot skór - Dökkbrúnir

SKINNERS Moonwalker - Barefoot skór - Dökkbrúnir

Venjulegt verð 27.990 kr
Unit price  per 

SKINNERS Moonwalker barefoot skór sem styðja við rétta líkamsbeitingu - fyrir öll kyn.
Botninn á Skinners Moonwalker er sveigjanlegur og þunnur - aðeins 4,5 mm.

Barefoot skór eru hannaðir til þess að styðja við náttúrulega lögun fótarins, eins og við séum að ganga berfætt, en veitir ilinni á sama tíma vörn gegn steinum og grófu undirlagi. 

Skinners Moonwalker styðja við góða virkni í fætinum og endast vel. Ásamt því að vera stílhreinir og fallegir við nánast öll tilefni. Framleiddir úr hágæða ítölsku leðri.

GÆÐI - SVEIGJANLEIKI - FEGURÐ. 

Skinners Moonwalker flokkast sem svokallaðir barefoot skór þar sem þeir eru með 4,5mm þunnum botn, eru sveigjanlegir og með breiðu táboxi, til þess að sjá til þess að tærnar fái það pláss sem þær þurfa. Ásamt því að vera fallegir í hönnun og stílhreinir. 

BREIÐARA TÁBOX FYRIR NÁTTÚRULEGA LÖGUN FÓTARINS.

Ertu að glíma við "bunion"?
Flestir hefðbundnir skór veita tánum lítið pláss sem getur leitt til skertrar líkamsbeitingar og algengt er að einstaklingar glími við aflögun á tábergslið stórutáar og myndi auka "kúlu" (e. bunion / hallux Valgus). Sem getur leitt til mikilla verkja í fótum og baki. 

Lengi var talið að aflögun á tábergslið stórutáar (e. bunion) væri erfðafræðilegt og ekkert væri hægt að gera í því. En nú er talið að "bunions" geta í raun stafað af of þröngum skóm sem styðja ekki við náttúrulega lögun fótarins, líkt og flestir nútíma skór gera ekki.

Ef það er greint og meðhöndlað snemma í ferlinu þá getur "bunions" algjörlega gengið til baka.

Táboxin í barefoot skóm eru líffræðilega aðlöguð að fætinum sem gerir tánum kleift að liggja beint (í stað þess að klemmast saman), sem kemur í veg fyrir frekari aflögun fótarins og gefur fætinum mögulega á endurbata.
Svokallaðir "toe spacers" (eykur bilið á milli tánna) og fótaæfingar geta einnig hjálpað til við að bæta ástandið.

Margir upplifa að einkennin og verkirnir hverfa þegar ástand og heilbrigði fótanna batnar.

Með því að ganga í barefoot skóm þá getum við komið í veg fyrir að aflögunin á tábergsliðnum (e. bunion) versni, með því að draga úr þrýsting á tærnar.

 EKTA ÍTALSKT LEÐUR.

✔️ SKINNERS skórnir eru framleiddir í Portúgal úr hágæða mjúku ítölsku leðri.
✔️ Skinners sokkarnir styðja við rétta þróun á VÖÐVUM og SINUM fótanna - koma í veg fyrir að við myndum RANGT hlaupa/göngulag!
✔️ Hefðbundinn skófatnaður getur valdið veikleika í vöðvum og sinum og því er gott að byggja upp styrk með SKINNERS!
✔️ Að hlaupa berfætt/ur eða í Skinners minnkar álag á hælana þar sem við hlaupum frekar á táberginu, það minnkar líkur á hnévandamálum, tognun á ökkla, sinabólgu, slit á sin og jafnvel bakvandamálum.
✔️ Supernatural Tencel™ - Austurrískur ofurtrefja sellulósi úr tröllatrjám (e. Austrian eucalyptus cellulose super fiber) með framúrskarandi frásogs- og hitastýrandi eiginleikum.
✔️ Sensium™ - Sérhannaður ytri sóli (einkaleyfi) sem er 4,5mm - sveigjanlegur og algjörlega flatur gúmmísóli (zero drop).
✔️ Skinners eru án allra eiturefna líkt og BPA og þalata (e. phthalates)
✔️ Barefoot skór geta hjálpað okkur að lágmarka aflögun á tábergslið stórutáar (e. bunion) 
✔️ Aðeins 4,5mm þunnur botn.

AF HVERJU BAREFOOT SKÓR?

Hugmyndafræðin á bak við barefoot skó er sú að þeir gera fætinum kleift að hreyfa sig náttúrulega, sem leiðir til betri heilsu fótanna, minni verkja og heilbrigðara stoðkerfis.

Barefoot skór geta meðal annars aukið styrk í fótum, hjálpað til við aflögun á tábergslið (e. bunion), hjálpað til við að meðhöndla iljarfellsbólgu (e. plantar fasciitis), barefoot skór eru einnig góðir fyrir flatar fætur og geta minnkað verki í baki & mjöðmum, ásamt fleiru. 

Mannfólk hefur verið berfætt stærstan hluta þróunnar sögunnar, þrátt fyrir að við höfum verið í minimalískum skóm (sem líkjast barefoot skóm) í minnst nokkur þúsund ár, þá eru nútíma skór (með þröngu táboxi, stuðning, dempun og hækkuðum hæl) mjög nýleg þróun, sem er ekki að leiða okkur í góða átt. Hlutfallslega er mjög stutt síðan við mannfólkið fórum að ganga í skóm með sóla - einungis síðustu 100-200 árin.

Sjá nánari upplýsingar um ávinning þess að ganga í barefoot skóm hér.

STYRKIR FÆTURNAR OG STUÐLAR AÐ BETRI LÍKAMSBEITINGU.

Að ganga/hlaupa í Skinners þá þjálfum við vöðvana og sinarnar í fætinum og komum í veg fyrir að við myndum rangt hlaupa/göngulag - rangt hreyfingamynstur eða ójafnvægi í líkamanum.

Skinners styðja við rétta þróun á vöðvum og sinum líkamans þar sem skórnir eru með einstaklega þunnum botn. 
Hugsanlega hefur langvarandi notkun á hefðbundnum skófatnaði valdið veikleika í vöðvum og sinum fótanna og því geta Skinners hjálpað líkamanum að byggja upp styrk náttúrulega.

Gott er að bera þetta saman við þegar læknir fjarlægir gifs af handleggi sjúklings eftir að brot hefur lagast. Vöðvar og sinar handleggsins eru veikari en áður og sjúklingurinn þarf hægt og rólega að þjálfa handlegginn til að ná aftur upp styrk. Það sama á við um fæturnar okkar. Við erum oft vön að hlaupa/labba í skóm með miklum stuðning og þurfum því að þjálfa fæturnar okkar upp á nýtt. 

ENGLISH:

Functionality, durability, and style.

Skinners Moonwalker premium shoes bring all the benefits of barefoot footwear while making no compromises on design.
✓ Durability, functionality, elegance

Premium Italian Leather

Durability, functionality, elegance. To manufacture Skinners Moonwalker, we use the highest-quality leather from Italian masters.

Even With The Earth

ZERO DROP RUBBER OUTSOLE

Skinners Moonwalker's zero-drop rubber sole is only 4.5 mm thin while being exceptionally flexible and respecting the natural anatomy of your feet.
✓ Even With The Earth
✓ Freedom For Your Toes
✓ Foot-Shaped Toe-Box

Freedom For Your Toes

FOOT-SHAPED TOE-BOX

Shoe should adapt to your foot, not the other way round. Set your toes finaly free with enough space at every step.