SÖNGSKÁLAR & HLJÓÐFÆRI


Söngskálar eru hljóðfæri sem hafa áhrif á tíðni líkamans og eru mikið notaðar við tónheilun.
Tónheilun er hljóðmeðferð sem byggir á hugmyndafræðinni að hver hluti líkama okkar - ásamt alheiminum - skapar ákveðna tíðni. Tíðni söngskálanna hefur áhrif á tíðni líkamans. Allt í alheiminum er búið til úr titring (e. vibrations). Söngskálar vinna með þessa tíðni og þegar hljóðtíðnin flæðir í gegnum líkama okkar þá veldur hún því að frumurnar fara á hreyfingu í mismunandi áttir á mismunandi hraða, í takt við hljóðbylgjuna. Hljómurinn fer inn í frumur okkar, kemur jafnvægi á þær og endurnýjar þær. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hljóð hefur bein áhrif á líkamann, bæði andlega og líkamlega. Til dæmis vöðvana, taugakerfið, hjartslátt og púls, meltingarferli líkamans og blóðrásarkerfið.
Söngskálar eru því frábærar við orkuheilun og sem hugleiðsluverkfæri, hljómurinn kemur huganum í djúpt hugleiðsluástand.