SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun
SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun
SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun
SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun
SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun
SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun
SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun

SKINNERS COMPRESSION 2.0 sokkar - Hraun

Venjulegt verð 13.990 kr
Unit price  per 

SKINNERS COMPRESSION 2.0 er ný útáfa af hinum sívinsælu Skinners 2.0 sokkaskóm. Þrýstingssokkar sem hægt er að nota bæði úti og inni.

Þrýstingssokkarnir draga úr bjúg- & bólgumyndun, ásamt því að örva sogaæðakerfið og flæði í bláæðum. 

Þrýstingssokkar af ýmsum toga hafa lengi verið notaðar á heilbrigðisstofnunum sem meðferð eftir aðgerðir til að draga úr bólgumyndun og þess háttar. Rannsóknir sýna að þrýstihlífar geti minnkað líkurnar á segamyndum og blóðtappa.

Sokkarnir gagnast vel þeim sem standa eða sitja lengi við vinnu eða á ferðalögum. Einnig tilvaldir fyrir íþróttafólk og fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta líkamlega heilsu.

VINSÆLIR MEÐAL ÍÞRÓTTAFÓLKS

Þrýstingssokkar hafa slegið í gegn hjá íþróttafólki undanfarin ár og sérstaklega meðal hlaupara.

Í rannsókn Hugo A. Kerhervé o.fl. (2017) á notagildi compression-hlífa fyrir kálfa kom fram að hlífarnar virðast bæta súrefnisbúskap kálfavöðvanna eftir langar og erfiðar utanvegaæfingar. Einnig virtust hlífarnar auka stökkkraft í kálfavöðvunum, lengja „sviftíma“ (e. aerial time) og stytta „snertitíma“ (e. ground contact time). Þrýstihlífarnar hafa einnig sýnt fram á að minnka verki í hásinum eftir æfingar.

Í samantekt Florian Azad Engel o.fl. (2016) kom fram, sem víðar, að compression-hlífar virtust seinka örmögnun, bæta hlaupastíl, lækka meint erfiðleikastig (e. perceived exertion) og flýta úthreinsun laktats úr blóði. Þrýstingshlífar gætu einnig átt þátt í að draga úr verkjum, vöðvaskemmdum og bólgu. (1).

_
Skinners 2.0 eru með auka þunnum botn sem hægt er að fjarlægja (hentar vel á grýttu undirlagi og fyrir sárfætta). Einnig eru Skinners 2.0 breiðari um tærnar og veitir þeim meira pláss. 

Ath. Stærðirnar eru öðruvísi en hjá Skinners 2.0
__

AF HVERJU SKINNERS SOKKASKÓR?

✓ Skinners sokkarnir styðja við rétta þróun á VÖÐVUM og SINUM fótanna - koma í veg fyrir að við myndum RANGT hlaupa/göngulag!
✓ Líkt og við séum að hlaupa/ganga berfætt
✓ Hefðbundinn skófatnaður getur valdið veikleika í vöðvum og sinum og því er gott að byggja upp styrk með SKINNERS!
✓ Að hlaupa berfætt/ur eða í Skinners minnkar álag á hælana þar sem við hlaupum frekar á táberginu, það minnkar líkur á hnévandamálum, tognun á ökkla, sinabólgu, slit á sin og jafnvel bakvandamálum
✓ Sokkakórnir eru vegan og án allra eiturefna líkt og BPA og þalata (e. phthalates)
✓ Grófur 3mm botn - auðvelt að setja í vélina! 
✓ Gott að vera í þunnum hælasokkum undir til að svitna ekki
✓ SKINNERS sokkarnir eru handgerðir í Evrópu úr hágæða sænsku efni og bakteríudrepandi trefjum

BAREFOOT
Að hlaupa/labba í Skinners er eins og að vera berfætt/ur í náttúrunni! Við þjálfum vöðvana og sinarnar í fætinum og komum í veg fyrir að við myndum rangt hlaupa/göngulag - rangt hreyfingamynstur eða ójafnvægi í líkamanum.
Þunnur 3 mm sveigjanlegur botn. Án allra eiturefna líkt og BPA og þalöt (e. phthalates).

SKINNERS sokkarnir eru handgerðir í Evrópu úr hágæða sænsku efni og bakteríudrepandi trefjum. Þeir eru án allra eiturefna líkt og BPA og þalöt (e. phthalates). Þegar Skinners óhreinkast þá er lítið mál að skella þeim í þvottavélina á lágum straum.  

Skinners sokkarnir styðja við rétta þróun á vöðvum og sinum líkamans þar sem notkun þeirra er í raun eins og að ganga/hlaupa berfættur. 
Hugsanlega hefur langvarandi notkun á hefðbundnum skófatnaði valdið veikleika í vöðvum og sinum fótanna og því þurfum við stundum að venjast Skinners sokkunum hægt og rólega og byggja upp styrk. Gott er að byrja á að hlaupa/labba styttri vegalengdir og smámsaman bæta við lengdina.
Gott er að bera þetta saman við þegar læknir fjarlægir gifs af handleggi sjúklings eftir að brot hefur lagast. Vöðvar og sinar handleggsins eru veikari en áður og sjúklingurinn þarf hægt og rólega að þjálfa handlegginn til að ná aftur upp styrk. Það sama á við um fæturnar okkar. Við erum vön að hlaupa/labba í skóm með miklum stuðning og þurfum því að þjálfa fætur okkar upp á nýtt. 
Við mælum ekki með að hlaupa í Skinners á hættulegu undirlagi þar sem við myndum ekki hlaupa berfætt.

HVAR ER HÆGT AÐ NOTA SKINNERS?

Hvar sem er! Fjallgöngum, ræktinni, vinnunni, sjósundi, ferðalaginu, á hjólabrettinu, heima, sem vaðskór - það eru endalausir möguleika til þess að nota Skinners sokkaskó.

ENGLISH:

SLIM FIT - READY FOR ACTION
With a higher cut and narrower toe-box, Compression fit perfectly around the foot and ankle, provinding plenty of support and balance for more dynamic activities and sports.

DURABLE AND FLEXIBLE - TOP QUALITY ITALIAN FIBERS!
Patented StretchKnit™ technology, which combines the highest-quality Italian fibers, ensures exceptional functionality. A sole made of specially developed polymers provides long-lasting durability.

REMOVABLE INSOLE - COMFORT WITH EVERY STEP
For even more coziness, we've added a perforated insole to the Compression. With improved moisture-wicking capabilities, your feet will be comfortable during every activity. Plus, the insole can be removed or inserted, it's entirely up to you.

 

 

(1) - Florian Azad Engel, Hans-Christer Holmberg og Billy Sperlich (2016): Is There Evidence that Runners can Benefit from Wearing Compression Clothing? Sports Medicine 46(12): bls. 1939-1952. https://link.springer.com/article/10.1007%2Fs40279-016-0546-5.