SKINNERS GJAFABRÉF
SKINNERS GJAFABRÉF

SKINNERS GJAFABRÉF

Venjulegt verð 9.900 kr
Unit price  per 

Gefðu Skinners í jólagjöf!

✓ Skinners sokkarnir styðja við rétta þróun á VÖÐVUM og SINUM fótanna - koma í veg fyrir að við myndum RANGT hlaupa/göngulag!
✓ Líkt og við séum að hlaupa/ganga berfætt
✓ Hefðbundinn skófatnaður getur valdið veikleika í vöðvum og sinum og því er gott að byggja upp styrk með SKINNERS!
✓ Að hlaupa berfætt/ur eða í Skinners minnkar álag á hælana þar sem við hlaupum frekar á táberginu, það minnkar líkur á hnévandamálum, tognun á ökkla, sinabólgu, slit á sin og jafnvel bakvandamálum
✓ Sokkakórnir eru vegan og án allra eiturefna líkt og BPA og þalata (e. phthalates)
✓ Vatnsheldur og grófur 3mm botn - auðvelt að setja í vélina!
✓ Gott að vera í þunnum hælasokkum undir til að svitna ekki
✓ SKINNERS sokkarnir eru handgerðir í Evrópu úr hágæða sænsku efni og bakteríudrepandi trefjum

**ÝTTU Á VÖRU NEÐAR Á SÍÐUNNI TIL AÐ SJÁ NÁKVÆMAR STÆRÐIR!**

BAREFOOT
Að hlaupa eða labba í Skinners er eins og að vera berfætt/ur! Við þjálfum vöðvana og sinarnar í fætinum og komum í veg fyrir að við myndum rangt hlaupa/göngulag - rangt hreyfingamynstur eða ójafnvægi í líkamanum.

Langvarandi notkun á hefðbundnum skófatnaði getur valdið veikleika í vöðvum og sinum fótanna og því þurfum við stundum að venjast Skinners sokkunum hægt og rólega og byggja upp styrk. Gott er að byrja á að hlaupa/labba styttri vegalengdir og smámsaman bæta við lengdina.

Gott er að bera þetta saman við þegar læknir fjarlægir gifs af handleggi sjúklings eftir að brot hefur lagast. Vöðvar og sinar handleggsins eru veikari en áður og sjúklingurinn þarf hægt og rólega að þjálfa handlegginn til að ná aftur upp styrk. Það sama á við um fæturnar okkar. Við erum vön að hlaupa/labba í skóm með miklum stuðning og þurfum því að þjálfa fætur okkar upp á nýtt.
Við mælum ekki með að hlaupa í Skinners á hættulegu undirlagi þar sem við myndum ekki hlaupa berfætt.

ÁVINNINGUR ÞESS AÐ ÆFA Í SKINNERS:
Rannsóknir sýna að með því að æfa berfætt/ur eða í Skinners sokkunum getum við aukið styrk í fótum og tám til muna, t.d. við hnébeygjuæfingar og réttstöðulyftur!
Þegar við erum í skóm þá þurfa vöðvar og stoðvefir líkamans ekki að vinna mikið til að koma stöðugleika á líkamann þar sem skórnir gera alla vinnuna.
Með tímanum getur skófatnaður stuðlað að veikleika í byggingu líkamans, t.d. í ökklum, tám, vöðvum og sinum fótanna. Einnig aukið líkur á ökklameiðslum, beinhimnubólgu og hnévandamálum. Þar sem líkaminn er allur tengdur!

Íþróttalæknirinn Jordan Metzl sem er höfundur bókarinnar "The Exercise Cure" talar um að við getum dregið verulega úr hættu á íþróttameiðslum með því að vera og æfa berfætt og styrkja vöðvana í fótunum og leggjunum, handleggjunum og kviðnum.
Þegar við gerum t.d. hnébeygju í Skinners þá erum við ekki einungis að styrkja fæturnar sjálfar heldur allan líkamann.

Ein kenning um berfættar lyftingar tengist taugunum sem liggja um líkamann og senda boð til vöðvanna um að virkjast. Tilgátan hljómar svona: "Your feet are the foundation for your body and, since they are rich with nerve endings that connect to other nerves up your legs and throughout your entire body, putting your feet to work could theoretically “turn on” extra muscle fibers throughout your body to help you move more weight and reap better calorie-torching, muscle-building benefits."

Gott er að byrja hægt og rólega að æfa í Skinners til þess að styrkja líkamann með tímanum án þess að valda of miklu álagi. Sumir þurfa að aðlagast í 6 vikur áður en skipt er alveg yfir í að æfa í Skinners.

ÁVINNINGUR ÞESS AÐ HLAUPA Í SKINNERS:
Þegar við hlaupum berfætt þá lendum við náttúrulega á táberginu, sem líkaminn á að gera, en ekki hælnum og minnkar það líkur á t.d. hnévandamálum!
Rannsóknir á þeim sem hlaupa berfættir hafa sýnt að þeir eru líklegri til að hlaupa á táberginu, en þeir sem hlaupa í skóm stíga niður með hælunum, þar sem mikill "stuðningur" í nútíma hlaupaskóm veldur því.
Þetta álag á hælinn getur leitt til hnévandamála, tognunar á ökkla, sinabólgu, slits á sin og jafnvel bakvandamála. Um 30% hlaupara upplifa meiðsli sem eru tengd hlaupastíl þeirra.

HVAR ER HÆGT AÐ NOTA SKINNERS?

Í FJALLGÖNGUNNI - Í RÆKTINNI - Í FERÐALAGIÐ - Í FLUGVÉLINNI - Í SJÓSUNDIÐ - Í JÓGAÐ - Í KLIFRIÐ - Í HLAUPA- EÐA GÖNGUTÚRINN! HVAR SEM ER!