Streitulosandi jóganámskeið fyrir byrjendur

Streitulosandi jóganámskeið fyrir byrjendur

Venjulegt verð 20.900 kr
Unit price  per 

KOMDU LÍKAMANUM Í JAFNVÆGI Á NÁTTÚRULEGAN HÁTT OG ÖÐLASTU ORKURÍKARA LÍF 

4 vikna streitulosandi jóganámskeið í hádeginu í Kristalhofinu, Síðumúla 15. 
Frá 15. mars til 12. apríl 2021 (frí 5. apríl vegna páska). 
Kennt tvisvar í viku í hádeginu - Mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-13:00.
Kennarar: Anna Lind Fells og Kidda Svarfdal
Tveir kennarar til þess að nemendur fái sem ítarlegustu kennslu
30 mín rólegar jógaæfingar og 30 mín öndun & djúpslökun

Sjá meira hér: https://www.likamiogheilsa.is/joganamskeid-fyrir-byrjendur 

Viltu læra undirstöðuatriðin í jóga?

Á jóganámskeiðinu verður farið í grunn jógastöður þar sem við ræktum við huga, líkama og sál. Tökum öndunaræfingar og góða djúpslökun í lokinn til að endurnýja líkamann, róa taugakerfið og losa okkur við streitu. Markmið námskeiðsins er að losa um streitu, styrkja líkamann, auka liðleika, einbeitingu, jafnvægi og almenna líðan. 

Við gefum okkur oft ekki nægan tíma til að huga að okkur sjálfum, bæði líkama og sál. Leyfum stressinu stundum að ná til okkar eða ýmsum hugsunum. Hér er fullkominn tími til að slaka á í 60 mínútur, ná stjórn á huganum með öndun og jógastöðum og ná góðri hreyfingu á sama tíma.

Tveir jógakennarar - annar jógakennarinn mun kenna á meðan hinn mun labba á milli og leiðrétta og aðstoða. Þannig fá allir þá aðstoð sem þeir þurfa.